Jú, halló.

Aldrei hefði mér dottið í hug að ég ætti eftir að blogga. Málið er að ég er nýlega búinn að fá mér tölvudruslu og er soldið slow á takkaborðinu. Ekki nenni ég að fara að gera einhverjar leiðinlegar æfingar eins og asdf ælkj asdf ælkj, Þannig að ég byrja bara strax að skrifa um sjálfan mig, það er miklu skemmtilegra. Ég held að ég sé miklu fljótari að læra þannig. Best að ég segi eitthvað um sjálfan mig, fyrst að ég er byrjaður á þessu. Ég heiti fullu nafni Brynjar Páll Björnsson fæddur 12 okt. 1980, á hinu margrómaða Siglufjarðarsjúkrahúsi af Mömmu minni (Pabbi lagði til einhverja vinnu líka en það er önnur saga) svo liðu 27 ár og ég keypti mér tölvu og fór að blogga. Takk fyrir. Ég er farinn á fyllerí...... Segi frá því seinna


Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband