Jamm og jæja.

Ég sit hérna fyrir framan lap-top tölvuna mína, nývaknaður og ágætur.

Við félagarnir í Sviss héldum á Flúðir, til að leika þar á dansiballi, með 3 gestaleikurum. Hjalti, Steini og Olli ( jú, þetta er alveg satt, hinir einu sönnu) komu með og söngluðu og léku á gítar. Það var mjög dræm mæting, en við stóðum okkur víst svo helvíti vel , að vertinn vildi endilega fá okkur aftur.

Á leiðinni á Flúðir fékk ég slæmar fréttir. Ríkharður frændi minn, sem býr út í Lúxemborg, var bráðkvaddur, 22 ára gamall. Þetta segir manni að lífið er ekkert alltof sjálfsagt. Maður vaknar ekki fyrr en svona hlutir gerast nálægt manni. Ég met það þannig að maður eigi að þakka fyrir hvern dag sem maður staulast á lappir og gera hann að góðum degi.

Ríkharður minn, blessuð sé minning þín.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guffi Árna

sæll Binni minn já ég er alveg sammála þér maður heldur alltaf að það komi ekkert fyrir mann eða mann nánustu enn það er ekki rétt,,,njótum hvers dags og verum þakklát fyrir það sem maður á. Votta þér samúð mína minn kæri.

Guffi. 

Guffi Árna, 10.1.2008 kl. 08:26

2 identicon

Sæll Binni, Ég votta þér samúð mína og bið að heilsa fólkinu þínu!

Bix (IP-tala skráð) 10.1.2008 kl. 09:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband