Færsluflokkur: Bloggar

En hvað um.....

......Öryrkja, Einstæða foreldra, Fatlaða, Fjölskylduhjálpina (sem er á hausnum), Kennara, Ljósmæður, Langveik börn og foreldra þeirra, o.s.frv?

 


mbl.is HSÍ fær 50 milljónir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Jamm og jæja.

Ég ætla að byrja að blogga aftur. Meira um það síðar.

Jamm og jæja.

Ég sit hérna fyrir framan lap-top tölvuna mína, nývaknaður og ágætur.

Við félagarnir í Sviss héldum á Flúðir, til að leika þar á dansiballi, með 3 gestaleikurum. Hjalti, Steini og Olli ( jú, þetta er alveg satt, hinir einu sönnu) komu með og söngluðu og léku á gítar. Það var mjög dræm mæting, en við stóðum okkur víst svo helvíti vel , að vertinn vildi endilega fá okkur aftur.

Á leiðinni á Flúðir fékk ég slæmar fréttir. Ríkharður frændi minn, sem býr út í Lúxemborg, var bráðkvaddur, 22 ára gamall. Þetta segir manni að lífið er ekkert alltof sjálfsagt. Maður vaknar ekki fyrr en svona hlutir gerast nálægt manni. Ég met það þannig að maður eigi að þakka fyrir hvern dag sem maður staulast á lappir og gera hann að góðum degi.

Ríkharður minn, blessuð sé minning þín.


Sprengjuland!

Já, hvað þetta er nú yndislegt land. Ég fór til m&p, eins og vaninn er nú á áramótunum, þau búa úti í Mosó. Fínt að borða og svoleiðis :) Ég held að það sé óhætt að fullyrða það að Íslendingar eru geðveikasta þjóð í heimi. Rokið var með mesta móti og rigningin ekki síðri, samt var fólk að berjast fyrir lífi sínu, til þess eins að sjá einhverjar marglitaðar púðurkerlingar fjúka yfir í næstu hverfi. Ég var þeirra á meðal. Það er gott að hafa góða nágranna, sem sýna okkur hinum sínar rakettur í staðinn.

Ég fór á Keflavíkurflugvöll í dag til að kveðja bróðir minn, sem er að fara í nám út í Boston, næstu 3 árin, að minnsta kosti. Það var svolítið skemmtilegt að sjá hversu margir voru að fara með Ameríkufluginu. Töluð var mikil enska þar, sem segir að margir hafa tekið þá ákvörðun um að eyða áramótunum hér á landi, greinilega ekki jafnstór flugeldasýning í USA. Ég sé það svolítið fyrir mér ef að allir New York búar,  þá er ég einna helst að tala um Manhattan, myndu vera að skjóta á milli háhýsa, það gæti hlotist svolítið tjón af því. Það er kannski ekki skrýtið að það sé bannað að selja þetta til einstaklinga, maður bara getur keypt sér byssu í staðinn.

Ég ætla að hafa þetta gott ár, ég setti mér engin áramótaheit, enda trúi ég ekki á þau. Ég ætla að lifa einn dag í einu og vera hress. Það dugir mér.  Grin

Gleðilegt nýtt ár og hafið það gott.

 

 

 


Jólin sjálfur.

Ahhh.... mikið er nú gott að jólin séu bara einu sinni á ári. Ef að jólin væru oftar, væri ég sjálfsagt akfeitur og tannlaus, slík er græðgin í nammið og matinn.

Jamm, Nú tekur önnur geðveiki við, sem felst í því að kaupa sem mest af stórhættulegum flugeldum, það er slegið met í flugeldasölu á hverju ári.

Svo í Janúar byrja útsölurnar á þeim varningi sem ekki seldist um jólin og þarf frá að hverfa fyrir nýjustu og heitustu vörum.

Í Febrúar er svo þorrablót um allar trissur, með tilheyrandi fylleríi og skemmdum mat.

Í Mars, þá er ekki mikið að gerast, nema kannski að maður geti farið í vélsleðaferðir og skíði, ef nægur er snjórinn.

Í Apríl koma páskarnir, oftast, stundum í Mars, og byrjað er að ferma unglingana, sem flestir vilja dýrar gjafir.

Í Maí eru einnig fermingar og fólk byrjar að dytta að húsunum sínum, mála, taka til í garðinum, helluleggja o.s.frv.

Júní og Júlí eru mánuðir ferðalagana, með tilheyrandi kostnaði.

Ágúst er mánuður verslunarmannahelgarinnar, með ferða-áfengis og samlokukostnaði.

September, þá eru skólarnir byrjaðir, með skóladóts og bókakaupum.

Október er bjórmánuðurinn mikli, Airwaveshátíðin og Jólaauglýsingarnar hjá IKEA byrja.

Nóvember er litli jólamánuðurinn, auglýsingar farnar að dembast inn í fjölmiðla og byrjað að skreyta.

Desember, já, þið eruð að upplifa hann, þarf ekki frekari útskýringa.

Jamm, það er hægt að eyða peningunum í ýmislegt yfir árið, ef viljinn er fyrir hendi og nóg hægt að gera. Það á ekki að vera hægt að láta sér leiðast Íslandi, nema kannski það að fara í bankann og borga Visareikninginn.

Gleðilegt nýtt ár!


Jóhólin, jóhólin allstaðar. Með jólakertin og gjafirnar.

Já, og allan matinn og konfektið. Ég ætla sko að éta fullt um jólin. Jabb, alveg upp í kok og vera svo fluttur upp á bráðamóttöku og láta dæla upp úr mér og liggja þar með sprungið milta, fram í miðjan Janúar. Blóm og kransar eru vinsamlegast afþakkaðir, komið bara með lifrarpylsu og beikon, ef þið viljið færa mér eitthvað á sjúkrahúsið.

Ég segi bara "Gleðileg jól og takk fyrir árið, þið sem eruð nær og fjær."


Feitimúli

Jæja, þá er loksins búið að birta þetta í Íslam í dag, þar sem ég spilaði með vinkonu minni, henni Alex. 17.des, stöð2 ,veftíví. Spólið þangað til þið sjáið mig, ég er með bassa hangandi á mér.

Góðar stundir Kissing

 


Já já

Þetta er búinn að vera ágætis helgi. Föstudagurinn byrjaði með því að fara í vinnu, eins og venjulega, í sirka 300 m/s. Ég keyrði niður Ármúlann, þar sem að fyrirtækið sem ég vinn hjá er til húsa. Ég held ég hafi sjaldan verið jafn smeykur á ævi minni. Rafkaup strengir fyrir hver jól upp skilti, yfir götuna, með 4 vírum. Það mætti mér eins og það langaði til að slitna af festingunum og eyðileggja litla jeppann minn. Það sveiflaðist þarna yfir götunni, og minnti einna helst á hungraða T-rex risaeðlu sem hafði ekki fengið að borða í marga mánuði, en það hélt, sem betur fer.

Vinnudagurinn var frekar rólegur, ekki fleiri orð um það.

Svo var nú kominn tími til að halda upp í útvarpshús, þar sem hljómsveitin stórgóða Múgsefjun myndi leika fyrir landsmenn og einn dana, í beinni útsendingu. Við hófum þar leikinn rétt uppúr 15:00, og svei mér þá ef að hann Björn vinur minn Jónsson hefur ekki náð að móðga einhverja ellilífeyrisþega með því að segja að hann væri á leið í "Hjólagöngugrindar partí til kanarí um jólin" Spilamennskan heppnaðist mjög vel, að mínu mati. Þið getið hlustað á afraksturinn á ruv.is ,vefútvarp rás 2 14. des smellið á poppland og spólið þangað til það eru sirka 25% eftir af þættinum.

Laugardagurinn gekk líka ágætlega fyrir sig, fyrir utan skelfilegan hausverk fram eftir degi. Ég held að það að labba í gegnum Kringlunna, í gegnum allskyns mannalyktir og klið hafi ekki góð áhrif á mig. Skellti mér í ammli hjá honum Birni gítarleikara í Múgsefjunini, þar sem þemað var yfirvaraskegg. Merkilegt hvað þau geta verið fyndinn, sérstaklega þegar fólk reynir að spjalla við mann á alvarlegu nótunum. Ég held ekki fókusi, ég er alltof upptekinn við að fylgjast með hreyfingu mottunar. Já yfirvaraskegg, þau eru nú fyndinn, hahaha!

Já, nú er komið að nýrri vinnuviku á morgun,sem er síðasta vinnuvika fyrir jól og hlakka ég mikið til jólanna.

Hafið það gott, dúllurnar mínar og verið góð við jólaköttinn.


Ferðalag!

Já, nú skal haldið í ferðalag. Við drengirnir í Múgsefjun, erum að fara til popplands á morgun. Við munum spila þar ljúfa tóna,fyrir bændur sem og gröfumenni. Kl 15:00 Allir að hlusta!!!

Popcorn

Á meðan ég er búinn að vera lasinn seinustu daga, þá er ég búinn að vera að skoða youtube, svoldið mikið.

Lag sem heitir "Popcorn" er alveg einstaklega skemmtilegt. Það er reyndar til í rosalega mörgum útgáfum. Tvær fyrstu útgáfurnar finnst mér skemmtilegastar. Fyrsta er orginallinn og svo kemur þekktasta útgáfan með, Hot Butter. Síðan hafa margir reynt að gera þetta meira kúl og töff, en einhvernveginn finnst mér það ekki virka. Hvað finnst ykkur?

Tjekkið á þessu og segið mér hvað ykkur finnst um þessar útgáfur.

1. Orginallinn.                             http://youtube.com/watch?v=OSRCemf2JHc

2. Hot Butter útgáfan.                http://youtube.com/watch?v=9N4ckFN96-k&feature=related

3. Tölvuleikjaútgáfan.                 http://youtube.com/watch?v=4Mw-XkalHUg&feature=related

4. Eurothrashútgáfan.                http://youtube.com/watch?v=CDqnq_Qb-kE&feature=related

5. Ljótuhálvitaútgáfan.               http://youtube.com/whttp://youtube.com/watch? 

6. Pólskaútgáfan.                       http://youtube.com/watch?v=6adB9VxEsms&feature=related

7. Þaðhaldaalliraðþettasékraftwerkútgáfansemerbaravitleysaþvíaðkraftwerkhafaaldreigefiðþettaútútgáfan

                                                   http://youtube.com/watch?v=Vl3mKIoZgFQ&feature=related

Þetta er ekki tæmandi listi.

Það hefur reyndar verið gerðar flottar coverútgáfur af sumum orginölum, sem eru miklu betur heppnaðir heldur en upphaflegu útgáfunar. T.d. All Along The Watchtower, sem Hendrix gerði miklu betur en Dylan og svo Smashing Pumkins með Never Let Me Down, cover af Depeche Mode.

Í Popcorn tilvikinu finnst mér orginallinn standa sig best og Hot Butter útgáfan. Hvað finnst ykkur?


Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband