Já já

Þetta er búinn að vera ágætis helgi. Föstudagurinn byrjaði með því að fara í vinnu, eins og venjulega, í sirka 300 m/s. Ég keyrði niður Ármúlann, þar sem að fyrirtækið sem ég vinn hjá er til húsa. Ég held ég hafi sjaldan verið jafn smeykur á ævi minni. Rafkaup strengir fyrir hver jól upp skilti, yfir götuna, með 4 vírum. Það mætti mér eins og það langaði til að slitna af festingunum og eyðileggja litla jeppann minn. Það sveiflaðist þarna yfir götunni, og minnti einna helst á hungraða T-rex risaeðlu sem hafði ekki fengið að borða í marga mánuði, en það hélt, sem betur fer.

Vinnudagurinn var frekar rólegur, ekki fleiri orð um það.

Svo var nú kominn tími til að halda upp í útvarpshús, þar sem hljómsveitin stórgóða Múgsefjun myndi leika fyrir landsmenn og einn dana, í beinni útsendingu. Við hófum þar leikinn rétt uppúr 15:00, og svei mér þá ef að hann Björn vinur minn Jónsson hefur ekki náð að móðga einhverja ellilífeyrisþega með því að segja að hann væri á leið í "Hjólagöngugrindar partí til kanarí um jólin" Spilamennskan heppnaðist mjög vel, að mínu mati. Þið getið hlustað á afraksturinn á ruv.is ,vefútvarp rás 2 14. des smellið á poppland og spólið þangað til það eru sirka 25% eftir af þættinum.

Laugardagurinn gekk líka ágætlega fyrir sig, fyrir utan skelfilegan hausverk fram eftir degi. Ég held að það að labba í gegnum Kringlunna, í gegnum allskyns mannalyktir og klið hafi ekki góð áhrif á mig. Skellti mér í ammli hjá honum Birni gítarleikara í Múgsefjunini, þar sem þemað var yfirvaraskegg. Merkilegt hvað þau geta verið fyndinn, sérstaklega þegar fólk reynir að spjalla við mann á alvarlegu nótunum. Ég held ekki fókusi, ég er alltof upptekinn við að fylgjast með hreyfingu mottunar. Já yfirvaraskegg, þau eru nú fyndinn, hahaha!

Já, nú er komið að nýrri vinnuviku á morgun,sem er síðasta vinnuvika fyrir jól og hlakka ég mikið til jólanna.

Hafið það gott, dúllurnar mínar og verið góð við jólaköttinn.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband