23.12.2007 | 01:41
Jóhólin, jóhólin allstaðar. Með jólakertin og gjafirnar.
Já, og allan matinn og konfektið. Ég ætla sko að éta fullt um jólin. Jabb, alveg upp í kok og vera svo fluttur upp á bráðamóttöku og láta dæla upp úr mér og liggja þar með sprungið milta, fram í miðjan Janúar. Blóm og kransar eru vinsamlegast afþakkaðir, komið bara með lifrarpylsu og beikon, ef þið viljið færa mér eitthvað á sjúkrahúsið.
Ég segi bara "Gleðileg jól og takk fyrir árið, þið sem eruð nær og fjær."
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)