Tónleikarnir

Já, ég var að spila á tónleikum í gær, með Múgsefjun á Hressó. Mikið djö.... var þetta skrítið eitthvað. Að spila á Miðvikudagskveldi er einkvað sem ég hef einhvernvegin aldrei náð að fíla. Ég er orðinn svo vanur því að spila fyrir framan sauðölvað fólk á knæpum, eða í einhverjum veislusölum.               Að spila músík sem maður hefur tekið þátt í að skapa og þróa fyrir framan fólk sem er komið til að hlusta, það er allt annað dæmi. Á knæpunum er manni skítsama þótt maður ruglist aðeins í Brown eyed girl eða Lesblindsker eða þessu öllu saman. Út af því að það er hvort eð flestir svo fullir og eiga bara eina hugsun eftir í kollinum "Ég verð að ná mér í einkvað kjöt til að taka með heim" eða"Ég verð að snapa fæt" Og ef það tekst ekki þá verða viðkomandi manneskjur pirraðar og fara að biðja um óskalög eða vilja fá að syngja með bandinu. Ef það tekst ekki heldur, þá er hljómsveitin orðin ömurleg og leiðinleg. Þetta reynir stundum á taugarnar. Það reynir líka á taugarnar að spila sitt eigið efni á tónleikum. Maður er að spila kannski lög sem enginn hefur heyrt áður og veit ekkert hvernig fólk tekur því. Maður setur miklu meiri kröfur á sig þá, og drekkur líka miklu minna. En blessunarlega er ég að spila með svo frábæru fólki ,sem að er að deila þessu áhugamáli með mér og vil ég þakka þeim öllum fyrir. Reynslan sem maður fær út úr þessu öllu saman er ómetanleg finnst mér. Maður lærir að hlusta á bandið sem heild, lærir að spila yfir hljóma, lærir að redda sér út úr mistökum og kynnast mismunandi stílbrigðum. Þetta er endalaus hafsjór af þekkingu, reynslu, vináttu og ástríðu sem ég mun aldrei láta frá mér og aldrei hætta að pæla í. Að verða einhver multi-milli af þessu er bara bónus.   Takk fyrir að nenna að lesa þetta.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guffi Árna

verst að missa´af tónleikunum enn ég kem bara á næstu tónleika hjá binnannnnummmm minum það er ekki spurning um annað. kveðja frá dananaum

Guffi Árna, 23.11.2007 kl. 11:49

2 Smámynd: Ingvar Valgeirsson

Þakka þér sjálfum. Mér finnst þú mesti dúllubossabassaleikari í heimi. Svo áttu líka eins bassa og Geddy.

Ingvar Valgeirsson, 24.11.2007 kl. 11:35

3 identicon

Já.... Þú er ágætur! 

Hjalti (IP-tala skráð) 25.11.2007 kl. 16:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband