Sprengjuland!

Já, hvað þetta er nú yndislegt land. Ég fór til m&p, eins og vaninn er nú á áramótunum, þau búa úti í Mosó. Fínt að borða og svoleiðis :) Ég held að það sé óhætt að fullyrða það að Íslendingar eru geðveikasta þjóð í heimi. Rokið var með mesta móti og rigningin ekki síðri, samt var fólk að berjast fyrir lífi sínu, til þess eins að sjá einhverjar marglitaðar púðurkerlingar fjúka yfir í næstu hverfi. Ég var þeirra á meðal. Það er gott að hafa góða nágranna, sem sýna okkur hinum sínar rakettur í staðinn.

Ég fór á Keflavíkurflugvöll í dag til að kveðja bróðir minn, sem er að fara í nám út í Boston, næstu 3 árin, að minnsta kosti. Það var svolítið skemmtilegt að sjá hversu margir voru að fara með Ameríkufluginu. Töluð var mikil enska þar, sem segir að margir hafa tekið þá ákvörðun um að eyða áramótunum hér á landi, greinilega ekki jafnstór flugeldasýning í USA. Ég sé það svolítið fyrir mér ef að allir New York búar,  þá er ég einna helst að tala um Manhattan, myndu vera að skjóta á milli háhýsa, það gæti hlotist svolítið tjón af því. Það er kannski ekki skrýtið að það sé bannað að selja þetta til einstaklinga, maður bara getur keypt sér byssu í staðinn.

Ég ætla að hafa þetta gott ár, ég setti mér engin áramótaheit, enda trúi ég ekki á þau. Ég ætla að lifa einn dag í einu og vera hress. Það dugir mér.  Grin

Gleðilegt nýtt ár og hafið það gott.

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Gleðilegt ár!

Biggi (IP-tala skráð) 2.1.2008 kl. 09:46

2 Smámynd: Guffi Árna

helló minn kæri auðvitað redda ég kalli um þennan drykk enda eðal drengur að biðja um þetta. Svo vertu hress ég hryngi í þig 16 janúar þegar ég er vaknaður hjá honum pabba mínum eftir langt og erfitt ferðalag.

Sjáumst hæ hæ Guffi

Guffi Árna, 5.1.2008 kl. 12:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband