Jahérna!!

Vinnufélagi minn sagði mér magnaða sögu í morgun. Hann byrjaði á því að spyrja mig hvort ég hefði fylgst eitthvað með fréttunum um helgina. Ég svaraði því játandi. "Sástu fréttina um brunann í Fannarfellinu í breiðholti?" "Já" sagði ég. "Þetta var í næsta stigagangi í blokkinni minni" sagði maðurinn. "Nú? hvað ertu að segja" sagði ég hissa. "Já,ég vaknaði við það að það var verið að berja á dyrnar hjá mér, mjög fast. Ég rauk upp og fór til dyra og sá að þetta var löggan. Hún sagði mér að það væri kviknað í íbúð í blokkinni og að þyrfti að rýma blokkina strax. Nú,ég rauk inn til að vekja konuna mína og strákinn okkar. Ég tók strákinn minn og klæddi hann í einhver föt í fljótheitum og svo ætlaði ég að drífa mig út, en konan mín var hvergi sjáanleg. Ég kallaði á hana "Hvar ertu?" Hún svaraði. "Inn á baði" "Inn á baði??.Hrópaði ég. "Hvað ertu að gera?Við verðum að koma okkur út, það er kviknað í" Þá svaraði hún. "Ég er að mála mig"

viðbót

já, tónleikarnir verða 21.nóvember kl 21:00 á hressingarskálanum.

Á döfinni.

Það sem er að fara að gerast í mínu lífi á næstunni: Ég er að fara að spila í hressingarskálanum með hljómsveitinni minni Múgsefjun og Sprengjuhöllin mun einnig vera þar, hressir. Jólaprófin í F.Í.H. eru á næsta leiti og held ég standi bara nokkuð vel að vígi í þeim málum. Fékk 8 í miðannarprófinu, sem telst nú vera gott á íslenskum mælikvarða. Svo er fyrsta Múgsefjunarplatan í vinnslu og kemur væntanlega út eftir áramót. Nú, þið getið hlustað á tóndæmi á www.myspace.com/mugsefjun og látið vita hvernig ykkur finnst. Meira hef ég ekki að segja í bili. Takk fyrir og góðar stundir Smile

Jú, halló.

Aldrei hefði mér dottið í hug að ég ætti eftir að blogga. Málið er að ég er nýlega búinn að fá mér tölvudruslu og er soldið slow á takkaborðinu. Ekki nenni ég að fara að gera einhverjar leiðinlegar æfingar eins og asdf ælkj asdf ælkj, Þannig að ég byrja bara strax að skrifa um sjálfan mig, það er miklu skemmtilegra. Ég held að ég sé miklu fljótari að læra þannig. Best að ég segi eitthvað um sjálfan mig, fyrst að ég er byrjaður á þessu. Ég heiti fullu nafni Brynjar Páll Björnsson fæddur 12 okt. 1980, á hinu margrómaða Siglufjarðarsjúkrahúsi af Mömmu minni (Pabbi lagði til einhverja vinnu líka en það er önnur saga) svo liðu 27 ár og ég keypti mér tölvu og fór að blogga. Takk fyrir. Ég er farinn á fyllerí...... Segi frá því seinna


« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband