Djö......

Mér líður eins og 85 kg af hori, inní hitapoka. Þetta er alveg að drepa mig. Það sem heldur mér á lífi í gegnum þetta eru þær fréttir sem ég fékk í dag, ÉG NÁÐI PRÓFUNUM, og er ég glaður yfir því Happy

Smá skilaboð til Guffans míns: Ég veit ekki hvenær þeir sýna þetta dót í sjónvarpinu, ég læt þig alveg pottþétt vita.

Ég ætla að halda áfram að vera veikur, ef að ykkur sé sama!


Jólaflensan í ár....

Ég er kominn með jólaflensuna. Þetta er ógeðslegt helvíti. Mikið roslega er ég feginn að eiga tölvu, hljóðfæri og nóg af DVD, til þess að hafa eitthvað að gera, milli þess að snýta mér og hnerra, já og nóg af klósettpappír. 

Ekki er það meira í bili. Ég ætla að halda áfram að vorkenna sjálfum mér.

Ef einhver á góða flensusögu til að segja mér, þá ekki skrifa hana hérna, því það er örugglega lygasaga.

Góðar stundir, þið sem eruð heilbrigð :)


Góðan dag.

Jább, hér er ég, ekki langt síðan vaknaður drengurinn, eftir spilerí næturinnar á Dubliner. Þetta var var alveg ágætis helgi, nema hvað að ég komst að því að maður getur dottið aðeins úr spilaformi eftir 1 1/2 mánuð í fríi frá harkspileríi. Föstudagskvöldið var svona WD-40 kvöld, þar sem þurfti aðeins að taka ryðið af fingrunum og Laugardagskvöldið endaði með blöðrum á puttunum, sem hefur ekki gerst held ég í hartnær 4 ár, slík var spilagreddan.

Egill vinur minn Rafnsson, sem oftast er kenndur við Sign, spilaði með okkur Swissurum af miklum móð, ekki var það leiðinlegt, enda held ég þéttasti trommuleikari Íslandssögunnar þar á ferð.

Ingvar Valgeirsson spurði mig á Föstudagskvöldið hvort ég vildi ekki vera hi-hat megin við trommusettið þessa helgina, sem hefði þýtt að ég hefði þurft að vera fullafólksmegin "Ekki séns" sagði ég, enda fékk Ingvar seinna meir ælu yfir gítarinn frá ógæfukonu. Ingvar, þetta var með viljanum gert, ég borgaði konunni fyrir æluna og hún ældi fyrir allan peninginn.

Tryggvi unglingur kom og söng með okkur drengjunum, Bergur gestaði og Andri Geir Ísfirðingur einnig. Sem sagt alveg ágætis helgi. fyrir utan það að Olli rót klikkaði á að spila sig til blóðs, ég held að ég hafi verið aðeins nær því en hann.

Guffi minn, andi þinn sveif yfir Dubbanum í gær. Ég hlakka alveg rosalega til að sjá þig í Febrúar, ertu ekki örugglega búinn að negla blótið góða?

Ekki er það meira í bili, já já. Veriði sæl.

 


Sjónvarpið á morgun.

Jú, ég er á leiðinni í sjónvarpið á morgun, nánar tiltekið í Íslam í dag, þar sem ég mun leika undir hjá þýskum rithöfundi sem heitir Alex og er kona. Þetta kemur í beinu framhaldi af minni fyrstu reynslu sem session bassaleikari. Í haust fór ég nebbnilega í risastóran dótakassa sem er kallaður sundlaugin og er í eigu álfa, sem allir kalla sig sama kvennmannsnafninu"Sigurrós" og spilaði þar inn ein 12 lög,sem seinna verða gefin út á plötu eða disk eða mp3 eða m4u eða snældu eða bara alls ekki. Allavegana er ég ásamt Halldóri Gunnari, gítarkalli frá Flateyri, Ingvari Alfreðssyni, afsprengi meðlims úr hinni geðþekku hljómsveit KAN frá Bolungarvík og Óskari, hann spilar á trommur.

Já, þessir vestfirðingadjöflar troða sér allstaðar að, meira að segja gæti orðið að því að við höldum til Þýskalands í tónleikaferð og kynningar á þessari skífu. (Vestfirðingar með drykkjulæti á germönskum pöbb? Það endar bara á einn veg........... sjómann)

Jamm, ég hlakka til að sjá útkomuna, en þar sem ég er ekki áskrifandi af Stöð2, þar sem það er einfaldlega allt of dýrt og tímasóun, þá bið ég einhvern góðan aðila um að taka þetta upp fyrir mig á VHS snældu og gefa hana til FL-Group,þar sem þeir eiga í einhverju basli, greyið strákarnir þurfa á þessu að halda. Einhver sem býður sig fram?

ps. Teddi, ertu sáttur við þessa lengd á bloggi?


Hvernig væri að búa til svona sjónvarpsefni hérna heima?

Japanir eru meistarar í afþreyingariðnaðinum.

 

http://youtube.com/watch?v=sgqOKj1hdXM&feature=related


Próf próf próf og próf og líka próf og meirapróf

prófastur, prófíll, próförk, prófessor.................                        Endilega bætið við! 

Já, það er rétt, ég er að fara í próf


Þetta er rosalegt!

hrodmar.blog.is Ingvar,láttu nú til þín taka!

Snilld!

Ég væri til í að taka gigg með þessumSmile
mbl.is Fílahljómsveit æfir fyrir jólatónleika
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Halda áfram.

Já, ég er búinn að lofa að vera duglegur að blogga. Hvað er málið með með að maður sem er fæddur 1979 s.s. 28 ára gamall, hefur aldrei tekið bílpróf, verið tekinn 7 sinnum fyrir að aka réttindalaus og fær bara skilorðsbundið fangelsi? Hvað þarf þessi maður að vera tekinn oft svo honum verði stungið í steininn? Og svo hversu þungann dóm fær hann fyrir næsta brot. Mánuð? Ég veit að hann fær auðvitað mikla sekt, eða ekki. Það gæti vel verið að hann þekki einhvern innan kerfisins sem að sleppir honum 7 sinnum með skilorðsbundnum dóm,jafnvel oftar, því þannig er nú Íslenska dómskerfið. Maður sem misnotar barn eða drepur mann, hann fær vægari dóm en sá sem er dæmdur fyrir fjárdrátt eða skattsvik. Það virðist vera orðin staðreynd að peningar eru mikilvægari heldur en manneskjur. Ef að það sé dæmt í misnotkunarmáli gagnvart barni, þykir það virkilega nóg að láta viðkomandi aðila borga fórnarlambinu einhverja hundraðþúsundkalla og þá sé allt í fína lagi með barnið? Nei, veistu það er bara alls ekki þannig, þetta ristir mun dýpra. Einstaklingur sem lendir fyrir þessu þarf að burðast með þetta alla ævi ef ekkert verður að gert. Frekar finnst mér að ætti að skylda sökudólginn til að borga fyrir fórnarlambið eins marga sálfræðitíma og það þarf. Og svo er það annað,hver er tryggingin fyrir því að þegar sökudólgurinn losnar út að hann endurtaki ekki leikinn? Getur einhver sagt mér það?


Tónleikarnir

Já, ég var að spila á tónleikum í gær, með Múgsefjun á Hressó. Mikið djö.... var þetta skrítið eitthvað. Að spila á Miðvikudagskveldi er einkvað sem ég hef einhvernvegin aldrei náð að fíla. Ég er orðinn svo vanur því að spila fyrir framan sauðölvað fólk á knæpum, eða í einhverjum veislusölum.               Að spila músík sem maður hefur tekið þátt í að skapa og þróa fyrir framan fólk sem er komið til að hlusta, það er allt annað dæmi. Á knæpunum er manni skítsama þótt maður ruglist aðeins í Brown eyed girl eða Lesblindsker eða þessu öllu saman. Út af því að það er hvort eð flestir svo fullir og eiga bara eina hugsun eftir í kollinum "Ég verð að ná mér í einkvað kjöt til að taka með heim" eða"Ég verð að snapa fæt" Og ef það tekst ekki þá verða viðkomandi manneskjur pirraðar og fara að biðja um óskalög eða vilja fá að syngja með bandinu. Ef það tekst ekki heldur, þá er hljómsveitin orðin ömurleg og leiðinleg. Þetta reynir stundum á taugarnar. Það reynir líka á taugarnar að spila sitt eigið efni á tónleikum. Maður er að spila kannski lög sem enginn hefur heyrt áður og veit ekkert hvernig fólk tekur því. Maður setur miklu meiri kröfur á sig þá, og drekkur líka miklu minna. En blessunarlega er ég að spila með svo frábæru fólki ,sem að er að deila þessu áhugamáli með mér og vil ég þakka þeim öllum fyrir. Reynslan sem maður fær út úr þessu öllu saman er ómetanleg finnst mér. Maður lærir að hlusta á bandið sem heild, lærir að spila yfir hljóma, lærir að redda sér út úr mistökum og kynnast mismunandi stílbrigðum. Þetta er endalaus hafsjór af þekkingu, reynslu, vináttu og ástríðu sem ég mun aldrei láta frá mér og aldrei hætta að pæla í. Að verða einhver multi-milli af þessu er bara bónus.   Takk fyrir að nenna að lesa þetta.

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband