9.12.2007 | 17:32
Góðan dag.
Jább, hér er ég, ekki langt síðan vaknaður drengurinn, eftir spilerí næturinnar á Dubliner. Þetta var var alveg ágætis helgi, nema hvað að ég komst að því að maður getur dottið aðeins úr spilaformi eftir 1 1/2 mánuð í fríi frá harkspileríi. Föstudagskvöldið var svona WD-40 kvöld, þar sem þurfti aðeins að taka ryðið af fingrunum og Laugardagskvöldið endaði með blöðrum á puttunum, sem hefur ekki gerst held ég í hartnær 4 ár, slík var spilagreddan.
Egill vinur minn Rafnsson, sem oftast er kenndur við Sign, spilaði með okkur Swissurum af miklum móð, ekki var það leiðinlegt, enda held ég þéttasti trommuleikari Íslandssögunnar þar á ferð.
Ingvar Valgeirsson spurði mig á Föstudagskvöldið hvort ég vildi ekki vera hi-hat megin við trommusettið þessa helgina, sem hefði þýtt að ég hefði þurft að vera fullafólksmegin "Ekki séns" sagði ég, enda fékk Ingvar seinna meir ælu yfir gítarinn frá ógæfukonu. Ingvar, þetta var með viljanum gert, ég borgaði konunni fyrir æluna og hún ældi fyrir allan peninginn.
Tryggvi unglingur kom og söng með okkur drengjunum, Bergur gestaði og Andri Geir Ísfirðingur einnig. Sem sagt alveg ágætis helgi. fyrir utan það að Olli rót klikkaði á að spila sig til blóðs, ég held að ég hafi verið aðeins nær því en hann.
Guffi minn, andi þinn sveif yfir Dubbanum í gær. Ég hlakka alveg rosalega til að sjá þig í Febrúar, ertu ekki örugglega búinn að negla blótið góða?
Ekki er það meira í bili, já já. Veriði sæl.
Athugasemdir
halló litli sæti bassaleikarinn minn,gott að heyra að maður er geymdur enn ekki gleymdur. það er verið að vinna í febrúar, enn ekkert fast ennþá enn við sjáum nú til með það minn kæri. Greyið fulla konana að æla á Ingvar ég sé þetta alveg fyrir mér helvíti fyndið að heyra þetta. Enn ætla að fara að sofa og heyri í þér mjög fljótlega gegnum landlínu hæ hæ Guffi
Guffi Árna, 9.12.2007 kl. 22:49
Í tilefni jólanna ætla ég að finna ælukerlinguna og troða jólatré upp í rassgatið á henni og sjóða hana lifandi í rjúpnasósu.
Annars er ég nokkuð kátur, nema hvað ég er heima með hálsbólgu og hita. Jólaflensan, maður...
Ingvar Valgeirsson, 10.12.2007 kl. 17:31
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.