27.12.2007 | 17:27
Jólin sjálfur.
Ahhh.... mikið er nú gott að jólin séu bara einu sinni á ári. Ef að jólin væru oftar, væri ég sjálfsagt akfeitur og tannlaus, slík er græðgin í nammið og matinn.
Jamm, Nú tekur önnur geðveiki við, sem felst í því að kaupa sem mest af stórhættulegum flugeldum, það er slegið met í flugeldasölu á hverju ári.
Svo í Janúar byrja útsölurnar á þeim varningi sem ekki seldist um jólin og þarf frá að hverfa fyrir nýjustu og heitustu vörum.
Í Febrúar er svo þorrablót um allar trissur, með tilheyrandi fylleríi og skemmdum mat.
Í Mars, þá er ekki mikið að gerast, nema kannski að maður geti farið í vélsleðaferðir og skíði, ef nægur er snjórinn.
Í Apríl koma páskarnir, oftast, stundum í Mars, og byrjað er að ferma unglingana, sem flestir vilja dýrar gjafir.
Í Maí eru einnig fermingar og fólk byrjar að dytta að húsunum sínum, mála, taka til í garðinum, helluleggja o.s.frv.
Júní og Júlí eru mánuðir ferðalagana, með tilheyrandi kostnaði.
Ágúst er mánuður verslunarmannahelgarinnar, með ferða-áfengis og samlokukostnaði.
September, þá eru skólarnir byrjaðir, með skóladóts og bókakaupum.
Október er bjórmánuðurinn mikli, Airwaveshátíðin og Jólaauglýsingarnar hjá IKEA byrja.
Nóvember er litli jólamánuðurinn, auglýsingar farnar að dembast inn í fjölmiðla og byrjað að skreyta.
Desember, já, þið eruð að upplifa hann, þarf ekki frekari útskýringa.
Jamm, það er hægt að eyða peningunum í ýmislegt yfir árið, ef viljinn er fyrir hendi og nóg hægt að gera. Það á ekki að vera hægt að láta sér leiðast Íslandi, nema kannski það að fara í bankann og borga Visareikninginn.
Gleðilegt nýtt ár!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)