19.11.2007 | 20:11
Jahérna!!
Vinnufélagi minn sagði mér magnaða sögu í morgun. Hann byrjaði á því að spyrja mig hvort ég hefði fylgst eitthvað með fréttunum um helgina. Ég svaraði því játandi. "Sástu fréttina um brunann í Fannarfellinu í breiðholti?" "Já" sagði ég. "Þetta var í næsta stigagangi í blokkinni minni" sagði maðurinn. "Nú? hvað ertu að segja" sagði ég hissa. "Já,ég vaknaði við það að það var verið að berja á dyrnar hjá mér, mjög fast. Ég rauk upp og fór til dyra og sá að þetta var löggan. Hún sagði mér að það væri kviknað í íbúð í blokkinni og að þyrfti að rýma blokkina strax. Nú,ég rauk inn til að vekja konuna mína og strákinn okkar. Ég tók strákinn minn og klæddi hann í einhver föt í fljótheitum og svo ætlaði ég að drífa mig út, en konan mín var hvergi sjáanleg. Ég kallaði á hana "Hvar ertu?" Hún svaraði. "Inn á baði" "Inn á baði??.Hrópaði ég. "Hvað ertu að gera?Við verðum að koma okkur út, það er kviknað í" Þá svaraði hún. "Ég er að mála mig"
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)