7.1.2008 | 07:00
Jamm og jæja.
Ég sit hérna fyrir framan lap-top tölvuna mína, nývaknaður og ágætur.
Við félagarnir í Sviss héldum á Flúðir, til að leika þar á dansiballi, með 3 gestaleikurum. Hjalti, Steini og Olli ( jú, þetta er alveg satt, hinir einu sönnu) komu með og söngluðu og léku á gítar. Það var mjög dræm mæting, en við stóðum okkur víst svo helvíti vel , að vertinn vildi endilega fá okkur aftur.
Á leiðinni á Flúðir fékk ég slæmar fréttir. Ríkharður frændi minn, sem býr út í Lúxemborg, var bráðkvaddur, 22 ára gamall. Þetta segir manni að lífið er ekkert alltof sjálfsagt. Maður vaknar ekki fyrr en svona hlutir gerast nálægt manni. Ég met það þannig að maður eigi að þakka fyrir hvern dag sem maður staulast á lappir og gera hann að góðum degi.
Ríkharður minn, blessuð sé minning þín.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
2.1.2008 | 00:08
Sprengjuland!
Já, hvað þetta er nú yndislegt land. Ég fór til m&p, eins og vaninn er nú á áramótunum, þau búa úti í Mosó. Fínt að borða og svoleiðis :) Ég held að það sé óhætt að fullyrða það að Íslendingar eru geðveikasta þjóð í heimi. Rokið var með mesta móti og rigningin ekki síðri, samt var fólk að berjast fyrir lífi sínu, til þess eins að sjá einhverjar marglitaðar púðurkerlingar fjúka yfir í næstu hverfi. Ég var þeirra á meðal. Það er gott að hafa góða nágranna, sem sýna okkur hinum sínar rakettur í staðinn.
Ég fór á Keflavíkurflugvöll í dag til að kveðja bróðir minn, sem er að fara í nám út í Boston, næstu 3 árin, að minnsta kosti. Það var svolítið skemmtilegt að sjá hversu margir voru að fara með Ameríkufluginu. Töluð var mikil enska þar, sem segir að margir hafa tekið þá ákvörðun um að eyða áramótunum hér á landi, greinilega ekki jafnstór flugeldasýning í USA. Ég sé það svolítið fyrir mér ef að allir New York búar, þá er ég einna helst að tala um Manhattan, myndu vera að skjóta á milli háhýsa, það gæti hlotist svolítið tjón af því. Það er kannski ekki skrýtið að það sé bannað að selja þetta til einstaklinga, maður bara getur keypt sér byssu í staðinn.
Ég ætla að hafa þetta gott ár, ég setti mér engin áramótaheit, enda trúi ég ekki á þau. Ég ætla að lifa einn dag í einu og vera hress. Það dugir mér.
Gleðilegt nýtt ár og hafið það gott.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)